NTC

Ásynjur tryggðu sér oddaleik

Þrenna Silvíu dugði ekki Ynjum Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Ásynjur jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu með sigri á Ynjum í gærkvöldi.

Lokatölur urðu 5-3 fyrir Ásynjum og er staðan í einvíginu því 1-1 þar sem Ynjur unnu fyrsta leikinn 6-4.

Ynjur leiddu 3-1 eftir fyrsta leikhluta þar sem Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði þrennu. Þá tóku Ásynjur við sér og unnu seinni tvo leikhlutana en komust þó ekki í forystu fyrr en þrem mínútum fyrir leikslok. Þær skoruðu svo fimmta mark sitt á síðustu mínútu leiksins.

Markaskorarar Ásynja: Guðrún Viðarsdóttir 2, Guðrún Blöndal 1, Arndís Sigurðardóttir 1, Thelma Guðmundsdóttir 1.

Markaskorarar Ynja: Silvía Rán Björgvinsdóttir 3.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á morgun, fimmtudag og hefst klukkan 19:30 í Skautahöll Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI