NTC

Þór/KA tapaði á grátlegan hátt fyrir Breiðablik

Þór/KA

Þór/KA hélt suður yfir heiðar í dag til að etja kappi við Breiðablik í A-deild Lengjubikarsins en Þór/KA hafði unnið FH og tapað fyrir Val þegar kom að leiknum í kvöld.

Þór/KA byrjaði betur og Margrét Árnadóttir kom þeim í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Breiðablik náði að minnka muninn eftir rúmlega hálftíma leik.

Þrátt fyrir það leit allt út fyrir að Þór/KA myndi vinna leikinn því staðan að loknum 90 mínútum var 1-2. Breiðablik tókst hinsvegar að skora tvö mörk í uppbótartíma og fóru því með sigur af hólmi.

Þór/KA því eftir sem áður með þrjú stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og verður hann leikinn í Boganum þann 19.mars næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó