Fótbolti
Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðju Cardiff City sem gerði 1-1 jafntefli við Birmingham í ensku B-deildinni. Aron Einar lék allan leikinn.
Birkir Bjarnason er meiddur og lék því ekki með Aston Villa sem vann 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í sömu deild.
Haukur Heiðar Hauksson kom inná í hálfleik hjá AIK sem steinlá fyrir Hacken í sænska bikarnum. Lokatölur 3-0 fyrir Hacken.
Hallgrímur Jónasson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Lyngby sem vann 1-0 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni.
Handbolti
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum þegar lið hans, Bergischer, tapaði á heimavelli fyrir Leipzig í þýsku Bundesligunni. Lokatölur 24-26
Sigtryggur Daði Rúnarsson var næstmarkahæstur í liði Aue sem vann öruggan sjö marka sigur, 32-25, á Huttenberg í þýsku B-deildinni. Sigtryggur skoraði fimm mörk úr sex skotum og Árni Þór Sigtryggsson bætti við tveim mörkum úr fimm skotum.
Oddur Gretarsson er enn að jafna sig eftir meiðsli og lék ekki með Emsdetten sem tapaði með einu marki fyrir Ferndorf.
Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Álaborg sem vann þriggja marka sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 28-25.
UMMÆLI