Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna hefst í dag en það eru lið Skautafélags Akureyrar, Ásynjur (eldri) og Ynjur (yngri), sem munu etja kappi um gullið.
Liðin hafa haft mikla yfirburði yfir stöllur sínar í Reykjavíkurliðunum í deildinni í vetur en Ásynjur sigruðu deildina með 33 stig og Ynjur voru skammt undan með 27 stig.
Viðureignir liðanna í vetur hafa verið jafnar og spennandi og má því búast við hörkueinvígi um gullið. Vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari.
Leikur dagsins hefst klukkan 16:30 í Skautahöll Akureyrar og er frítt inn. Heiðursgestur leiksins verður forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
UMMÆLI