Katla Björg Dagbjartsdóttir verður fulltrúi Skíðafélags Akureyrar á heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum sem fram fer í Svíþjóð og hefst í dag.
Hópurinn heldur til Svíþjóðar í dag en mótinu lýkur 14.mars næstkomandi.
Katla Björg keppir í stórsvigi þann 12.mars og keppir svo í svigi daginn eftir.
Keppendur Íslands á mótinu
Andrea Björk Birkisdóttir
María Finnbogadóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Björn Ásgeir Guðmundsson
Jón Gunnar Guðmundsson
Þjálfarar:
Egill Ingi Jónsson – Landsliðsþjálfari
Aron Andrew Rúnarsson – Aðstoðarþjálfari
UMMÆLI