Karen María valin í æfingahóp A-landsliðsins í fyrsta sinn

Karen María valin í æfingahóp A-landsliðsins í fyrsta sinn

Knattspyrnukonan Karen María Sigurgeirsdóttir úr Þór/KA hefur verið valin í æfingahóp A-landsliðs Íslands. Þetta er fyrsti æfingahópur Þorsteins H. Halldórssonar sem er nýráðinn þjálfari landsliðsins.

Karen sem verður tvítug á árinu hefur verið lykilmaður í U19 ára landsliði Íslands. Þar hefur hún hefur leikið 10 landsleiki og gert í þeim fjögur mörk. Þar áður lék hún 3 landsleiki fyrir U17 ára landsliðið.

Karen er með töluverða reynslu miðað við aldur en hún hefur þegar leikið 63 leiki fyrir meistaraflokk Þór/KA og skorað 10 mörk. Hún er eini fulltrúi Þór/KA í hópnum að þessu sinni.

Karen mun þó hitta fyrrum liðsfélaga sína hjá Þór/KA á æfingunum. Akureyringarnir Anna Rakel Pétursdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru í hópnum en þær leika í dag með Val og Breiðablik.

Mynd: KA.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó