Eins og Kaffið greindi frá fyrir skemmstu mun veitingastaðurinn Lemon opna á Akureyri í vor. Nú liggur fyrir að staðurinn mun vera staðsettur á Glerárgötu 32.
Það er eignarhaldsfélagið Brúnir sem á húsnæðið sem er 220 fermetrar að stærð og reiknað er með að staðurinn muni taka 55 manns í sæti. Nú þegar er hafin vinna við endurbætur á plássinu en bæði verður hægt að ganga inn á staðinn að framan og aftan.
Jóhann Stefánsson, annar rekstaraðila staðarins segir í samtali við Kaffið að áætlað sé að opna staðinn í byrjun maímánaðar.
UMMÆLI