A! Gjörningahátíð

Umhverfisvænni kostir á Akureyri

Umhverfisvænni kostir á Akureyri

Neysla er stór hluti af umhverfisvandanum og ákvarðanir um innkaup og neyslu í daglegu lífi geta skipt miklu í baráttunni. Á Akureyri hefur undanfarið verið mikill vöxtur í fyrirtækjum sem bjóða neytendum upp á umhverfisvænni kosti.

Við höfum tekið saman stuttan lista yfir fyrirtæki á Akureyri sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Listinn er ekki tæmandi.


Vistvæna búðin

Vistvæna búðin er verslun á netinu og í Sunnuhlíð 12 sem selur einungis umhversvænni, lífrænar, vegan eða cruelty-free vörur. Þú getur kynnt þér verslunina nánar með því að smella hér.


Orðakaffi

Kaffihús á Amtsbókasafninu þar sem boðið er upp á fjölbreyttan heimagerðan mat. Fólk er hvatt til þess að nota fjölnota ílát. Þá er mikið úrval af vegan og grænmetis mat.

Sjá einnig: Akureyringar – Serena Pedrana


Garpur

Í Sunnuhlíð er gæludýraverslunin Garpur en þar er í boði að fá umhverfisvænni gæludýravörur á góðu verði. Hér má lesa meira um verslunina.


Hertex

Í fata- og nytjamarkaði Hjálpræðishersins í Hrísalundi 1B eru vörur endýrnýttar, endurhannaðar og seldar áfram á sanngjörnu verði. Að kaupa notað hefur góð áhrif á kolefnisfótsporið og minnkar sóun. 


Græni Unginn

Græni Unginn er barnavöruverslun sem sérhæfir sig í nauðsynlegum vörum fyrir börn og foreldra. Einblínt er á umhverfisvænni kosti. Lestu meira um verslunina með því að smella hér.


Aftur nýtt

Aftur nýtt er verslun með notaðar vörur. Viðskiptavinir geta leigt bás eða gólfpláss í versluninni og selt notaðar vörur. Sjá nánar hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó