Kvennalið Þórs í körfubolta tryggði sér í dag deildarmeistaratitil í 1.deildinni þegar liðið vann 30 stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.
Ungstirnið Heiða Hlín Björnsdóttir fór mikinn í liði Þórs og skoraði 35 stig í 66-96 sigri.
Þór varð síðast deildarmeistari í körfubolta kvenna árið 1976 en þá vann Þór efstu deild og varð þar með Íslandsmeistari.
Stelpurnar eiga einn deildarleik eftir en svo tekur við úrslitaeinvígi við Breiðablik og mun liðið sem vinnur það einvígi leika í efstu deild á næstu leiktíð.
UMMÆLI