NTC

Kaldbakur kominn heim – Myndir úr lofti

Kaldbakur kominn heim – Myndir úr lofti

Kaldbakur EA 1 kom til heimahafnar í hádeginu í dag við hátíðlega athöfn niður á bryggju Útgerðarfélags Akureyringa.

Þessa nýja ísfisktogara hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu undanfarna mánuði en hann var við smíði í Tyrklandi. Í sömu skipasmíðastöð eru nú þrjú skip í eigu Samherja í smíðum.

Kaldbaki var vel tekið og mætti fjöldinn allur af fólki til að berja nýja skipið augum. Reiknað er með að fara til veiða í kringum næstkomandi sjómannadag. Skipstjórar á Kaldbaki EA 1 eru þeir Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason.

EA 1 Kaldbakur

Mynd: Hlynur Friðriksson

EA 1 Kaldbakur

Mynd: Hlynur Friðriksson

EA 1 Kaldbakur

Mynd: Hlynur Friðriksson

EA 1 Kaldbakur

Mynd: Hlynur Friðriksson

Sambíó

UMMÆLI