NTC

Þórsarar unnu afar mikilvægan sigur á Njarðvík

George Beamon var atkvæðamikill í kvöld

Þór vann sjö stiga sigur á Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld eftir æsispennandi lokamínútur.

Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið sem eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Þórsarar voru betri aðilinn framan af og leiddu með tólf stigum í leikhléi.

Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega og tókst að koma sér inn í leikinn. Lokamínútur leiksins voru afar taugatrekkjandi og spennandi en að lokum höfðu Þórsarar betur, 92-85.

George Beamon átti frábæran leik í sóknarleik Þórs og skilaði 33 stigum á töfluna ásamt því að taka 13 fráköst.

Stigaskor Þórs: George Beamon 33/13 fráköst, Darrel Lewis 24, Tryggvi Snær Hlinason 14, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Ragnar Helgi Friðriksson 2/10 stoðsendingar

Stigaskor Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 21, Myron Dempsey 18, Björn Kristjánsson 13, Jóhann Árni Ólafsson, Jeremy Atkinson 8, Jón Sverrisson 8, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 2.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó