Í dag, föstudaginn 3. mars 2017, mun bæjarstjórn Akureyrar heimsækja Ráðhús Reykjavíkur og funda með borgarstjórn. Þetta er í fjórða sinn sem sameiginlegur fundur þessara tveggja sveitarfélaga er haldinn, borgarfulltrúar hafa farið til Akureyrar tvisvar sinnum og bæjarfulltrúar koma nú í heimsókn til höfuðborgarinnar í annað sinn á sameiginlegan fund.
Markmið fundarins er að ræða sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja og efla kynni borgarfulltrúa Reykjavíkur og bæjarfulltrúa Akureyrar.
Alls koma 11 bæjarfulltrúar ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra Akureyrar og aðstoðarmanni hans til Reykjavíkur og tekur Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, á móti hópnum í Ráðhúsinu og býður til hádegisverðar.
Þá verður haldið fræðsluerindi um umhverfis- og loftslagsmál í borgarstjórnarsal
Klukkan 14:30 hefst svo sameiginlegur fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn mun standa til klukkan 16:30 og á dagskránni eru eftirfarandi mál:
Umræða um lýðræðismál
Umræða um umhverfis og loftslagsmál
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar er öllum opinn.
Fréttin er af Reykjavík.is
UMMÆLI