Akureyrarbær hvetur konur sérstaklega til að sækja um sumarstörf hjá umhverfismiðstöð bæjarins. Umhverfismiðstöð sér um umhirðu bæjarlandsins en þá er átt við götur og gangstéttir, garða og opin svæði.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að umhverfismiðstöðin leggi sérstaka áherslu á að reyna að jafna kynjahlutföllin hjá sér þar sem að fram til þessa hafi yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks verið karlkyns.
Í auglýsingunni frá Umhverfismiðstöð segir meðal annars: ,,Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störfin en sérstök áhersla er á að fjölga konum í störfum á Umhverfismiðstöð. Vísað er til 26. gr. jafnréttislaga þar sem kveðið er á um að heimilt sé að auglýsa sérstaklega eftir öðru kyninu ef tilgangur auglýsanda er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar.“
UMMÆLI