NTC

Addi Maze snýr aftur á heimaslóðir

Fjölnismenn munu leika í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð en Grafarvogspiltar hafa haft mikla yfirburði í 1.deildinni í vetur og unnið alla sextán leiki sína.

Þjálfari liðsins er Akureyringurinn Arnar Gunnarsson, betur þekktur sem Addi Maze, en hann lék handbolta með Þór og KA á árum áður.

Hann mætir með sitt lið í Íþróttahöllina á Akureyri á morgun þar sem liðið mætir Ungmennaliði Akureyrar Handboltafélags. Frítt er á leikinn sem hefst klukkan 14:00.

Akureyri U, sem er nær eingöngu skipað leikmönnum úr 2.flokki, hefur staðið sig með prýði í 1.deildinni í vetur en liðið situr í 7.sæti og er efst af þeim fjórum ungmennaliðum sem taka þátt. Hin félögin sem tefla fram ungmennaliði eru Valur, Stjarnan og ÍBV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó