Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí fór heldur betur illa með Tyrki þegar liðin mættust í þriðju umferð Heimsmeistaramótsins í Skautahöll Akureyrar í kvöld.
Ísland mætti virkilega ákveðið til leiks eftir svekkjandi tap gegn Mexíkó í síðasta leik og var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda í kvöld.
Sunna Björgvinsdóttir hefur leikið afar vel á mótinu og hún kom Íslandi yfir á fimmtu mínútu. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Ísland var 4-0 yfir eftir fyrsta leikhluta þar sem Þorbjörg Eva Geirsdóttir og Flosrún Vaka skoruðu með stuttu millibili undir lok leikhlutans.
Ekkert var skorað í öðrum leikhluta en Eva María Karvelsdóttir kom Íslandi í 5-0 tíu mínútum fyrir leikslok. Flosrún Vaka var svo enn og aftur á ferðinni og fullkomnaði þrennu sínu á lokamínútu leiksins. Lokatölur 6-0 fyrir Íslandi.
UMMÆLI