NTC

Sex Þórsarar í yngri landsliðum Íslands

Sex Þórsarar í landsliðsverkefnum í körfubolta næsta sumar

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í gær þá leikmannahópa sem munu mynda yngri landslið Íslands í sumar og taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru sex Þórsarar í hópunum sex, þ.e. U15, U16 og og U18.

Í U16 ára landsliði stúlkna er ein úr Þór en það er Hrefna Ottósdóttir. Þessi 15 ára gamli bakvörður hefur komið töluvert við sögu með meistaraflokki Þórs í 1.deild kvenna í vetur.

Stelpurnar munu taka þátt á Norðurlandamóti sem fram fer í Finnlandi í sumar og eftir það keppa þær í Evrópukeppni FIBA.

Í U16 ára landsliði drengja eru svo fimm leikmenn úr Þór. Þeir Baldur Örn Jóhannesson, Gunnar Auðunn Jónsson, Júlíus Orri Ágústsson, Kolbeinn Fannar Gíslason og Sindri Már Sigurðsson.

Sama dagskrá er hjá strákunum en fyrst fara þeir á NM í Finnlandi og munu svo taka þátt í undankeppni EM.

 

Sambíó

UMMÆLI