Björgunarsveitin Súlur var kölluð út seint á mánudagskvöld vegna tveggja erlendra ferðamanna sem höfðu komist í hann krappann í Glerárdal. Morgunblaðið greinir frá.
Ferðamennirnir voru á göngu og hugðust ganga í skálann Lamba. Þeir höfðu samband við lögregluna þar sem þeim þótti færið erfitt auk þess sem mikill snjór væri á leiðinni.
Lögreglan fékk Súlur í málið og héldu björgunarsveitamenn á snjósleðum til leitar að mönnunum. Þeir fundust heilir á húfi klukkan hálf eitt á aðfaranótt þriðjudags. Í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar segir að aðstæður hafi verið erfiðar þar sem sleðar áttu erfitt með að komast að þeim vegna snjóleysis.
UMMÆLI