NTC

Best að vera bugaður

Andri Kristinsson, bugaður.

Tónlistarmaðurinn Andri Kristinsson og hljómsveitin DrinniK eins og þeir kalla sig, gaf út sína fyrstu plötu á Spotify í gær. Platan ber nafnið ,,Best að vera bugaður – Nihilistic Tendencies“.
Á plötunni eru 10 lög, þ.á.m. annað titillag plötunnar Best að vera bugaður. Í samtali við Kaffið segir Andri að lagið hafi eiginlega orðið til eftir spjall sem hann átti við vin sinn á bar nokkrum, um hvað það er oft gott að vera bugaður.

,,Við töluðum um það hvað margt væri betra þegar maður er bugaður, sköpunargáfa og slíkt. Svo upplifir maður bara veröldina sterkar þegar maður er bugaður sem er mjög fallegt. Að vera bugaður þýðir líka fyrir mér svolítið eins og enska hugtakið „Low Life“, segir Andri.

Albúm plötunnar.

The Meaning of Life (Nihilistic Tendencies) er seinna titillag plötunnar. Aðspurður hvaðan nafn lagsins kemur segir Andri það vera um ákveðna uppgötvun.

,,Það er um það þegar ég uppgötvaði að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af nokkru, nokkurn tíman, því ekkert skiptir máli og eftir relatívt stuttan tíma mun allt sem maður nokkurntíman gerði vera gleymt. Þeirri uppljómun fylgdi mikil vellíðan og léttir, samt bugun líka og mun hún lifa áfram með mér ef heppnin er með.“

Við hvetjum fólk til þess að hlusta á plötu DrinnaK og látum fylgja með lagið Waitin’ for you hérna að neðan.

VG

UMMÆLI

Sambíó