NTC

Tilkynntu ranglega að La La Land hefði verið kosin besta myndin – Myndband

Tilkynntu ranglega að La La Land hefði verið kosin besta myndin – Myndband

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt og var að vanda mikið fjör. Hápunktur kvöldsins var þega tilkynnt var hvaða mynd hefði verið kosin besta mynd ársins.

Upphaflega var tilkynnt að La La Land hefði unnið en stuttu síðar kom í ljós að um mistök væri að ræða og Moonlight sigraði í flokknum besta kvikmyndin. Óhætt er að segja að það varð uppi fótur og fit á sviðinu.

Aðstanendur La La Land voru komnir upp á svið, búnir að taka við verðlaununum og byrðjuð að þakka fyrir sig  þegar mistökin uppgvötuðust. Sjáðu myndband af þessu ótrúlega atviki hér fyrir neðan.

Sambíó

UMMÆLI