NTC

9 stúlkur frá SA keppa fyrir hönd Íslands um helgina

Um helgina hefst alþjóðlegt mót í listhlaupi á RIG, Reykjavík International Games.
RIG hefur verið á fullu síðastliðna daga en fyrir þá sem ekki þekkja viðburðinn er þetta alþjóðleg íþróttakeppni þar sem keppt er í yfir 20 mismunandi íþróttum víðsvegar um Laugardalinn í Reykjavík.

Þá eru 9 keppendur á leiðinni á mótið frá Skautafélagi Akureyrar þar sem þær keppa fyrir hönd Íslands en einnig verða fjölmargir keppendur frá SR og Birninum. Það verður spennandi að sjá hvernig stelpunum tekst í þessari stóru og erfiðu keppni.
Listhlaupamótið, sem haldið verður í skautahöllinni í Laugardal, hefur aldrei verið jafn stórt og í ár en u.þ.b. 18 þjóðir koma til með að keppa á mótinu. Þetta telst því vera eitt stærsta mót sem haldið hefur verið í íþróttinni hérlendis. Má þar meðal annars nefna Noreg, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Sviss, Bretland, Eistland og Kína.
Einnig er mjög ánægjulegt að sjá að nokkrir karlmenn eru að keppa á mótinu, þó enginn frá Íslandi en það er sjaldséð á Íslandi að karlmenn keppi í íþróttinni.

Kaffið.is fékk myndskeið af æfingu hjá stelpunum fyrir mótið. Í myndbandinu má sjá þær Mörtu Maríu og Elísabetu Ingibjörgu framkvæma eitt stökk og einn pírúett hver. Þetta eru einar af þeim fjölmörgu æfingum sem þær þurfa að gera í keppninni sjálfri um helgina.


Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast HÉR.

Að neðan má sjá lista yfir keppendur frá Skautafélagi Akureyrar.
10 ára og yngri A 
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir
12 ára og yngri A 
Júlía Rós Viðarsdóttir
Junior B 
Eva Björg Halldórsdóttir

Novice A 
Marta María Jóhannsdóttir
Aldís Kara Bergsdóttir
Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir
Rebekka Rós Ómarsdóttir

Junior A 
Emelía Rós Ómarsdóttir
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó