NTC

8,9 milljón króna lottómiði keyptur á Akureyri

8,9 milljón króna lottómiði keyptur á Akureyri

Vinningsmiði í Víkingalottói gærkvöldsins var keyptur í Haugkaupum á Akureyri. Um er að ræða þriðja vinning í Víkinga Lottó kvöldsins, og hljóðar vinningurinn upp á 8,9 milljónir króna. Hvorki fyrsti né annar vinningur kvöldsins gengu út í kvöld.

Í Jókernum voru fimm með annan vinning og fékk hver þeirra 100.000 krónur en enginn var með allar tölur réttar. Af þeim miðum voru tveir keyptir á lottó-appinu, einn í áskrift og tveir keyptir á lotto.is vefsíðunni.

Þetta er ekki fyrsti vinningurinn sem hefur verið keyptur í Haugkaup á Akureyri en seinast árið 2019 var stór vinningur á miða keyptum þaðan.

Lesa eldri frétt: Leitað eftir vinningshafa í lottó – Miðinn keyptur í Hagkaup á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI