Gæludýr.is

87 nemendur útskrifuðust frá Vísindaskólanum

87 nemendur útskrifuðust frá Vísindaskólanum við hátíðlega athöfn. Mynd af heimasíðu Háskólans á Akureyri

Það var líf og fjör í hátíðarsal Háskólans á Akureyri síðastliðinn föstudag þegar 87 nemendur útskrifuðust frá Vísindaskóla unga fólksins sem starfræktur er á vegum Háskólans á Akureyrir og er ætlað að vekja áhuga fólks á aldrinum 11-13 ára á námi á háskólastigi.

Að því er kemur fram í frétt á heimasíðu skólans koma flest börnin af Eyjafjarðarsvæðinu en þó eru dæmi um að börn komi lengra að. Vísindaskólinn stendur í eina viku og þetta er í þriðja skipti sem skólinn er haldinn. Í ár lærðu nemendur að búa til hljóðfæri, kynntu sér grunnatriði í forritun, unnu í tilraunaeldhúsi, lærðu grunnatriði í umhverfismálum og kynntu sér breytileika mannfólksins, með áherslu á við séum ekki öll eins.

„Ég veit að afar og ömmur sem búa hér á Akureyri eru að fá barnabörn í heimsókn og eru þannig að slá tvær flugur í einu höggi. Njóta samveru með barnabörnum í eina viku og bjóða þeim upp á áhugaverða dagskrá í Vísindaskólanum“, segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskólans sem segir jafnframt að skólinn hafi fengið mikilvægan stuðning frá ýmsum aðilum í nærsamfélaginu og er það ómetanlegt.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Vísindaskólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó