Snjóbrettakappinn og Akureyringurinn Eiki Helgason sendi á dögunum frá sér brettamyndina SSS þar sem hann sýnir listir sínar á þremur mismunandi tegundum af brettum. Myndina á sjá í heild sinni hér.
Sjá einnig: Styttist í opnun á brettaaðstöðu – Sjáðu myndband af ferlinu
Í einu atriði í myndinni rennir hann sér, að því er virðist, áreynslulaust niður handrið á snjóbretti. Það er þó mun meiri vinna sem býr að baki en virðist vera þegar horft er á myndina. Eiki birti fyrr í vikunni myndband á YouTube þar sem má sjá að það tók hann 84 tilraunir niður handriðið til þess að ná því rétt.
Ótrúleg þrautseigja hjá þessum magnaða íþróttamanni sem hefur lengi verið á meðal þeirra bestu í snjóbrettaheiminum. Sjáðu myndbandið hér að neðan:
UMMÆLI