NTC

8000 manns fylgdust með gámastökkinu í Gilinu

Fjölmargir sóttu snjóbretta- og tónlistarhátíðina AK Extreme um helgina, sem haldin var á Akureyri.
Meginviðburður hátíðarinnar er Eimskip gámastökkið í Gilinu þar sem snjóbretta og sleðafólk sýnir listir sínar. Samkvæmt tölum frá lögreglunni á Akureyri voru um það bil 8000 manns sem söfnuðust saman til þess að horfa á stökkið. 20 snjóbrettamenn kepptust um 7 liða úrslit sem endað þannig að Zoltan Strcula frá Slóvakíu bar sigur úr býtum.

Snjósleðakapparnir fjórir.
Mynd: Team23

Fjórir snjósleðakappar tókust á um Eimskips-bikarinn og var það hann Hákon Gunnarsson, 19 ára drengur frá Akureyri, sem hreppti fyrsta sætið.

Margt var um manninn í miðbænum bæði föstudag og laugardag en margir þekktir tónlistarmenn komu fram í tengslum við hátíðina, bæði á Græna Hattinum og í Sjallanum. Þetta árið var einnig haldið svo kallaða off venue tónleika á föstudeginum fyrir yngri kynslóðina. Meðal þeirra sem fram komu um helgina voru Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, Vök, HATARI, KÁ-AKÁ, Aron Can og fleiri flottir listamenn.

Sambíó

UMMÆLI