800 sjúkraflugferðir á árinu

Mynd tekin af sjúkraflutningamönnum að flytja sjúkling í sjúkraflugi.

Mikil aukning hefur verið í sjúkraflugi á árinu og met slegið í fjölda þar sem þær hafa aldrei verið fleiri en nú 2017. Í ár stefnir í að 850 sjúklingar verði fluttir í 800 sjúkraflugferðum.

Í kjölfarið hefur verið mikið álag á sjúkraflutningamönnum og talið nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum. Miðstöð sjúkraflugsins er á Akureyri og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliðinu á Akureyri sinna fluginu samkvæmt samningi við ríkið. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir í samtali við Rúv að einn maður sé nær alfarið bundinn sjúkrafluginu á hverri vakt og vinni um og yfir 200 klukkustundir í mánuði. Hann segir það nauðsynlegt að bæta við starfsfólki til að minnka álagið og slökkviliðið hafi í kjölfarið farið fram á 20 milljón króna hækkun á árlegu framlagi frá ríkinu.

Þessi gríðarlega aukning í sjúkraflugferðum má m.a. rekja til þess að Mýflug tók við sjúkraflutningum frá Vestmannaeyjum árið 2010 og svo hafa sjúkraflutningar frá Landspitala með fólk í heimabyggð eftir lokna meðferð þar aukist til muna síðustu tvö ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó