Þann 25. ágúst árið 1942 steig 22 ára gamall John Kassos upp í flugvél af gerðinni P-39 Airacobra og hóf sig til lofts frá Melgerðismelum. Verkefnið sem hinum unga – en þó nokkuð reynda – flugmanni var falið þennan örlagaríka dag var að kanna skyggni út með Eyjafirði. Mikil þoka var á Melunum og aðstæður fyrir flug erfiðar. Vélin skall til jarðar skammt frá flugvallarsvæðinu á Melgerðismelum með þeim afleiðingum að Kassos lést.
Sagan um Kassos er fæstum kunn. Á því kann að verða breyting. Varðveislumenn minjanna hafa rannsakað Melgerðismela í sumar þar sem slysið átti sér stað og Sagnalist – skráning og miðlun hefur lokið vinnu við gerð tveggja hlaðvarpsþátta um málið. Í dag eru 80 ár liðin frá slysinu. Minningarganga um John Kassos verður í dag á Melunum.
Ef smellt er hér má sjá myndir af John Kassos og myndir sem VM tóku á Melgerðismelum í sumar.
UMMÆLI