Í dag geta Íslendingar notið þess að úða í sig rjómabollum með góðri samvisku þó ætla má að einhverjir hafi tekið forskot á sæluna um nýliðna helgi.
Áætlað er að yfir milljón bollur renni ofan í landsmenn í kringum Bolludaginn sem hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í tugi ára og barst líklega til landsins fyrir dönsk eða norsk áhrif. Heitið Bolludagur sést fyrst á prenti í íslenskum ritum árið 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.
Samkvæmt könnun Kaffisins eru vatnsdeigsbollur töluvert vinsælli en gerdeigsbollurnar því af þeim 213 sem tóku þátt völdu 150 manns vatnsdeigið fram yfir gerdeigið. 60 manns kjósa að fá sér gerdeigsbollur á meðan 3 manns láta bollurnar algjörlega eiga sig.
UMMÆLI