Framsókn

60 til 70 nýjar íbúðir á Drottningarbrautarreit

60 til 70 nýjar íbúðir á Drottningarbrautarreit

Tillaga að skipulagsbreytingu vegna uppbyggingar syðst á Drottningarbrautarreit hefur verið auglýst á vef Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að byggja 60-70 nýjar íbúðir á svæðinu, auk íbúðahótels með 16-20 íbúðum og verslunar- og þjónustustarfsemi á neðstu hæð.

Hér er hægt að skoða auglýsta tillögu að deiliskipulagsbreytingu og helstu gögn. 

Á vef bæjarins segir að breytingin nái til Hafnarstrætis 80 og 82 og Austurbrúar 10-12 og feli í stuttu máli í sér:

  • Samkvæmt núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir stóru hóteli á svæðinu en lagt er til breyta því og fjölga íbúðum í staðinn.
  • Gert ráð fyrir að aukinni hámarkshæð húsa við Austurbrú.
  • Lagt er til að fyrirhuguð viðbygging við Hafnarstræti 82 verði sunnan við húsið en þannig myndast torg að norðanverðu sem tengir Hafnarstræti inn í nýju byggðina.
  • Gatan á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 verði felld niður og í staðinn verður gönguleið og garðar milli húsa.

„Skipulagsráð heimilaði þróunaraðilanum Luxor ehf. að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi þann 10. febrúar sl. í samræmi við tillögur að uppbyggingu. Markmiðið er að reiturinn verði til þess að styrkja stöðu miðbæjarins sem þungamiðju menningar, verslunar og þjónustu. Lögð er áhersla á að yfirbragð nýbygginga falli vel að núverandi byggð og bæjarmynd. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum með 11 samhljóða atkvæðum að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna uppbyggingarinnar. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið en frestur til að gera athugasemdir rennur út 23. júní. Nánar hér,“ segir í tilkynningu.

Fleiri myndir af tillögum þróunaraðila sem liggja til grundvallar má finna á vef bæjarins.

VG

UMMÆLI