6 ökumenn grunaðir um ölvunarakstur í nótt

a-aaaaloggÍ gærkvöldi og nótt voru 6 ökumenn stöðvaðir og teknir af lögreglunni á Norðurlandi eystra. Í Facebook yfirlýsingu lögreglunnar segir að þeim sé brugðið eftir nóttina.

„Ökumaður þarf að vera bæði líkamlega og andlega fær til að aka ökutæki. Vímuefni og áfengi hafa áhrif á þá færni. Akstur og notkun þeirra fara aldrei saman – já ALDREI,“  segir í yfilýsingunni. Þar er bætt við að alvarleiki málsins sé gífurlegur og ökumaður sem ekur undir áhrifum sé 90 prósent líklegri til að lenda í banaslysi.

Lögreglan lítur alvarlegum augum á málið og segir þetta algjörlega óásættanlegt fyrir alla aðila.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó