6 ný öpp frá Krasstófer og Orm

6 ný öpp frá Krasstófer og Orm

1. Appsakið

Þarftu að biðjast afsökunar á einhverju? Finnst þér óþægilegt að gera það í persónu? Nældu þér í appið og sendu afsökunarbeiðni með einum smelli, viðtakandi fær tilkynningu um að þú hafi beðist afsökunar. Allar helstu ástæður fyrir því að þú gætir þurft að biðjast afsökunar eru í boði í appinu. Vertu í áskrift fyrir 1499kr á mánuði og búðu til þínar eigin afsökunarbeiðnir!

2. TikkTakk

Við höfum aldrei notað TikTok, við vitum ekki hvernig það virkar en við áætlum að það spilli ungdómnum. TikkTakk er svipað og Tiktok nema það verða engir dansar og það verða engir áhrifavaldar. Heldur verður þetta öryggt rými til þess að segja frá skemmtilegum og bragðgóðum minningum um Tikk Takk. Tikk Takk fyrir okkur!

3. Domino

Hver hefur ekki lent í því að vera búinn að koma sér vel fyrir í sófanum og ætla sér að spila leik af domino? Nei, þér er ætlað að panta þér flatböku eða pizzu í staðinn! Alltaf kemur appið upp, allstaðar heldur fólk að þú meinir Dominos pizzeria, ekki heillandi og skemmtilegi leikurinn Domino!! Njóttu þess að spila.

4. G-Aur

Hversu leiðinlegt er það þegar einhver skuldar þér pening? Hvernig ferðu að því á sem bestan máta að rukka aðilann? Með G-aur þá fer einn af þeirra bestu handrukkurum beint heim til þeirra sem skuldar þér og miskunnarlaust misþyrmir þeim þangað til þau borga þér til baka. Allir sáttir.

5. Leggðu

Það er komið glænýtt app til þess að leggja bílnum þínum. Hin öppin voru ekki nóg, það þarf fleiri. Er þetta app eitthvað frábrugðið hinum, nei svo sannarlega ekki.

6. Vegurinn heim

Notaðu appið til þess að vísa þér heim. Hvar sem þú ert staddur leiðir appið þig alltaf á Akureyri. Nútíma áttavísir sem leitar alltaf norður!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó