Um 32% Íslendinga eru hlynnt því að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum en meirihluti, eða slétt 58% eru því andvíg. Andstaða við sölu léttvíns í matvöruverslunum hefur aukist frá því í byrjun febrúar 2016 þegar hátt í 35% voru því hlynnt og um 52% andvíg.
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Maskínu sem gerð var dagana 21.-27. febrúar.
Lítið fleiri eru hlynntir sölu bjórs í matvöruverslunum, eða á bilinu 33%-34%, en meirihluti er einnig andvígur hér eða rúmlega 56%. Andstaðan hefur einnig aukist hér, því í byrjun febrúar 2016 voru rösklega á bilinu 37%-38% hlynnt sölu bjórs í matvöruverslunum og á milli 50%-51% andvíg.
Yfirgnæfandi meirihluti almennings er andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum eða hátt í 74% svarenda.
Nánar má lesa um niðurstöðurnar á heimasíðu Maskínu.
Sjá einnig
UMMÆLI