50 ára starfsafmæli Þorgerðar

Þorgerður Þorgilsdóttir

Það eru ekki margir vinnustaðir sem státa af starfsfólki með hálfrar aldar reynslu en það gera Öldrunarheimili Akureyrar!

Þann 10. maí s.l voru liðin nákvæmlega 50 ár síðan Þorgerður Þorgilsdóttir sjúkraliði hóf störf við umönnun aldraðra og hefur hún starfað óslitið á því sviði alla sína starfsævi. Hún byrjaði ferilinn á B -deildinni á FSA,  þaðan lá leiðin á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, síðan á Kristnes og loks á Hlíð þar sem hún hefur starfað síðan árið 1988 eða í heil 29 ár!

Þorgerður man því tímana tvenna í straumum og stefnum varðandi umönnun aldraðra og hefur í gegnum árin alltaf verið tilbúin að tileinka sér nýja hluti sem bæta lífsgæði aldraða. Hún er ötull talsmaður Eden hugmyndafræðinnar og sýnir það í verki á hverjum vinnudegi í samskiptum sínum við íbúa og samstarfsfólk. Þorgerður sem komst á ákveðinn löggildan aldur fyrr á þessu er hvergi nærri hætt. Hún er enn í 90% starfhlutfalli á Furuhlíð, missir varla dag úr vinnu og finnst ævistarfið alltaf jafn gefandi og ánægjulegt. Það er ómetanlegt að búa yfir slíkum mannauði og um leið og við óskum Þorgerði innilega til hamingju með árin 50 þá færum við henni kærar þakkir fyrir hennar starf til þessa með von um að njóta hennar krafta áfram!

Frétt af vef Öldrunarheimila Akureyrar

VG

UMMÆLI