5 einstaklingar handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð

Hér fóru aðgerðir lögreglu fram í dag.

Umfangsmikil lögregluaðgerð átti sér í stað í íbúðarhúsi við Strandgötu í dag þegar lögreglumenn búnir skjöldum brutust inn í húsið sem stendur við gatnamót Strandgötu og Glerárgötu klukkan 14 í dag.
Lögreglan hefur nú gefið frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar sem segir að 5 einstaklingar hafi verið handteknir í aðgerðinni. Tilkynninguna má sjá hér:

Vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu í gærdag á karlmanni rúmlega þrítugum hafa 5 einstaklingar verið handteknir á Akureyri í dag. Í þessari aðgerð tóku þátt lögreglumenn á Akureyri, Húsavík, Dalvík og frá sérsveit Ríkislögregustjóra. Auk þessa voru framkvæmdar húsleitir á nokkrum stöðum og höfum við notið stuðnings tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við þá vinnu.

Flestir hinna handteknu hafa komið áður við sögu hjá lögreglu ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. Hinir sömu hafa verið færðir til vistunar í fangageymslur lögreglu, en yfirheyrslur munu standa yfir fram á nótt og verður síðan framhaldið í fyrramálið. Í fyrramálið verður tekið ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir einhverjum hinna handteknu, slíkt fer eftir framvindu rannsóknarinnar.

Rannsókn málsins er á frumstigi og vegna rannsóknarhagsmuna er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó