4,9 stiga skjálfti við Grímsey í nótt

4,9 stiga skjálfti við Grímsey í nótt

Skjálfti að stærðinni 4,9 mældist um 12 kílómetra austnorðaustan af Grímsey klukkan 04.01 í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi fundist vel á Norðurlandi.

Skjálftahrina byrjaði á svæðinu um tvöleytið í nótt en um 200 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni. Engin merki eru um óróa á svæðinu.

Fleiri stórir skjálftar mældust í hrinunni. Einn sem var 4,8 stig 19,2 kílómetrum norðnorðaustan af Grímsey klukkan 04.08 og annar sem var 4,5 stig 11,7 kílómetrum austnorðaustan af Grímsey klukkan 04.49.

Sambíó

UMMÆLI