Á þessu ári verður Verkmenntaskóli Akureyrar 40 ára. Í tilefni þess verður opið hús og hátíðardagskrá fimmtudaginn 29. ágúst næstkomandi klukkan 15:00 til 17:00. Formlega mun dagskrá byrja klukkan 15:00 í Gryfjunni.
Hafdís Inga Kristjánsdóttir sem var fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2021 verður með tónlistaratriði bæði fyrir og eftir ávörp dagsins. Meðal þeirra sem verða með ræðu verða
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.
Ragnhildur Bolladóttir teymisstjóri Mennta- og barnamálaráðuneytis.
Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara.
Jasmín Arnarsdóttir nemandi og kynningarstjóri Þórdunu nemendafélags VMA.
Hálfdán Örnólfsson kennari til 40 ára og fyrrum aðstoðarskólameistari.
Eftir ræðurnar tekur Hafdís Inga lagið aftur, og að því loknu verður boðið upp á afmælisköku frá Brauðgerðarhúsi Akureyrar.
Boðið verður gestum að skoða gömul skólablöð og myndasýningar. Ásamt því verða boðið upp á að horfa á gamlar kvikmyndir sem skólinn gerði fyrir nokkrum árum fyrir hóp innan skólans að nafni Filman.
UMMÆLI