Gæludýr.is

3. flokkur Þórs sigraði Barcelona cup

3. flokkur Þórs sigraði Barcelona cup

3. flokkur Þórs gerði góða ferð til Barcelona um helgina en Þór 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið nokkuð örugglega. Liðið var í riðli með tveimur liðum frá Írlandi og einu frá Spáni og vann riðilinn með fullt hús stiga og markatöluna 18-0.
í undanúrslitum sigraði Þór lið Armagh City FC frá Norður Írlandi 2-0 og í úrslitaleiknum mættu Þórsarar liði Åsa IF frá Svíþjóð. Þórsarar unnu úrslitaleikinn örugglega 4-0 með mörkum frá Peter Ingi Helgason, Friðrik Helgi Ómarsson, Sverrir Páll Ingason og Eiður Logi Stefánsson. Liðið kláraði því mótið án þess að fá mark á sig eða með markatöluna 24-0.

Þá átti Þór 2 mjög gott mót einnig en liðið endaði í 4. sæti á mótinu eftir að hafa tapað leiknum um þriðja sætið gegn spænska liðinu CEF Bosc de Tosca 1-0.

Þór 1

Þór 2

Sambíó

UMMÆLI