Alls bárust 28 umsóknir um nýtt starf sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í júní en 4 drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til og með 5. ágúst sl. Þetta kemur fram á vef bæjarins þar sem umsækjendur hafa verið birtir.
Umsækjendur í stafrófsröð:
Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
Anna Kristín Jensdóttir, móttökustjóri réttindagæslu fatlaðs fólks
Axel Axelsson, framkvæmdastjóri
Bjarni Snær Friðriksson
Elva Dögg Pálsdóttir, ferðamálafræðingur
Emil Örn Jóhannesson, nemi
Eva Reykjalín Elvarsdóttir, viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi
Friðrik Bjarnason, sérfræðingur
Frosti Gíslason, tæknifræðingur
Guðbjörn Grétar Björnsson, viðskiptafræðingur
Joël Tehe
Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarbæ
Magnús Árni Gunnarsson, viðskipta- og markaðsfræðingur
Silja Dögg Gunnarsdóttir, Alþingismaður
Sindri Snær Konráðsson
Skúli Gautason, menningarfulltrúi
Sumarliði Helgason, tölvunarfræðingur
Svanhvít Pétursdóttir, verslunarstjóri
Sveinbjörn Grétarsson, þjónustustjóri
Toluwalase Okediran, nemi
Tryggvi Jónsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Valdimar Björnsson, MBA
Þórður Þorsteinsson, lögreglufræðingur
Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir, lögreglumaður
„Þjónustu- og skipulagssvið er nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvinnumálum,“ segir í tilkynningu bæjarins.
UMMÆLI