Eitt nýtt Covid-19 smit er skráð á Norðurlandi eystra í dag á covid.is, 26 eru nú skráðir í einangrun vegna smits á svæðinu en í gær voru smitin 25. Á fimmtudag voru 22 í einangrun.
Það hefur fjölgað töluvert í sóttkví á svæðinu undanfarna daga en nú eru 94 skráðir í sóttkví samanborið við 78 á fimmtudag.
Eftir sýnatökur gærdagsins greindust samtals 145 smit innanlands. Fleiri en nokkurn tímann áður í Covid-19 faraldrinum.