Í dag eru 25 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra. Það fækkar um þrjá frá því í gær.
Þrjú ný smit greindust á Íslandi í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu en hinn utan sóttkvíar.
Á Norðurlandi eystra eru nú 24 í sóttkví. Enginn er lengur inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna faraldursins.