NTC

25 ár síðan stuttmyndin Spurning um svar kom út

25 ár síðan stuttmyndin Spurning um svar kom út

Núna í janúar eru 25 ár síðan stuttmyndin Spurning um svar var frumsýnd á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri (Nýja bíó). Stuttmyndin vakti mikla athygli um land allt og varð fræg fyrir glæfraleg áhættuatriði og fagmannlega vinnslu hjá svo til reynslulitlum kvikmyndagerðarmönnum.

Skemmtistaðurinn 1929 var settur upp sem bíósalur af aðstandendum myndarinnar og var myndin sýnd fyrir fullu húsi í nokkrar vikur. Filman var kvikmyndaklúbbur í Verkmenntaskólanum og var mikill metnaður lagður í kvikmyndagerð hjá klúbbnum á þessum árum.

Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson var 16 ára þegar myndin var gerð og man vel eftir þessum tíma. „Við vöktum cirka allar nætur og alla daga til að gera þetta að veruleika, við vorum öll áhugafólk um kvikmyndir og höfðum gert stuttmyndir í 3-4 ár áður en þessi var frumsýnd. Það var í raun okkar skóli, ,,learning by doing”.

Fyrir nokkrum árum hitti ég Bernharð fyrrum skólameistara VMA og sagði honum að ég hefði lært kvikmyndagerð í VMA og hann var sammála þó svo að kvikmyndagerð hafi aldrei verið kennd þar. Galdurinn á bakvið þetta var samvinnan við bæjarbúa. Við vorum allt í allt 20 manna hópur og hver og einn með sinn styrkleika sem nýttist ákaflega vel til að ná fram því sem við vildum.“

Í dag finnst manni alveg ótrúlegt að kjarninn hafi verið svona stór og með ólíkindum hvernig samvinnan og samstarf margra ólíkra karaktera gekk eins og smurð vél. Svo voru bæjarbúar tilbúnir að gera allt sem við báðum þá um til að þessi mynd gæti orðið að veruleika. Þeir einu sem voru með eitthvað vesen var löggan. Skiljanlega þegar maður lítur til baka en á meðan tökum stóð fannst okkur það óþarfa afskiptasemi í þeim að vera eitthvað að skipta sér af okkur.“

„Þetta var sjötta stuttmyndahandritið sem ég skrifaði ásamt Sævari Guðmundssyni sem leikstýrði myndinni og leið manni eins og maður væri á hátindi lífsins þegar þessi mynd var sýnd, þó áttum við eftir að gera 3 stuttmyndir í viðbót undir nafni Filmumanna og var t.a.m. stuttmyndin GAS, sýnd með góðri aðsókn í Háskólabíó.“

„Síðan þá höfum við verið á kafi í kvikmyndabransanum. Unnið við mörghundruð auglýsingar, Sævar hefur t.d. verið að leikstýra nokkuð af erlendum auglýsingum og sjónvarpsþáttum eins og Sönn íslensk sakamál, Réttur og Stelpurnar,….“, saman gerðum við Venna Páer og nýjasta afurðin er heimildarmynd Sævars um íslenska landsliðið í fótbolta, Jökullinn logar. Þetta var algjörlega magnað tímabil og það sem manni þykir vænst um er hversu vel bæjarbúar muna eftir þessum myndum og hve vel þeim var tekið.“

Myndina má sjá í heild hér að neðan

Spurning um svar from Purkur on Vimeo.

Sambíó

UMMÆLI