NTC

Ný tónlist frá Drinni & The Dangerous Thoughts

Ný tónlist frá Drinni & The Dangerous Thoughts

Í dag kom út fjögurra laga smáskífan „Nihilism Manifest – Best að vera farinn“ með Drinni & The Dangerous Thoughts.

Lagalisti plötunnar:

1. Nothing Matters

2. We All Die

3. Oh Well

4. Alveg farinn (út fyrir velsæmismörk alheimsins)

Skífan var tekin upp í Berlín í júní við bestu aðstæður er varða veður og upptökubúnað. Sum laganna urðu til að mörgu leyti í hljóðveri. 

Tónlistarmyndband við upphafslagið Nothing Matters er í vinnslu og var það einnig tekið upp í Berlín nú um haustið.

Að plötunni komu:

Drinni: söngur og kassagítar

Egill Örn Eiríksson: rafmagnsgítar og bakraddir

Jón Haukur Unnarsson: trommur og slagverk

Ingi Jóhann Friðjónsson: rafbassi

Martina de Luca: bakraddir í „Oh Well“

Upptökustjórn, mix og master: Jón Haukur Unnarsson

Smáskífan kemur út hjá MBS skífum, sjálfstæðu útgáfusamlagi grasrótartónlistar á Akureyri sem hefur verið starfandi síðan 2010.

Drinni & The Dangerous Thoughts er sólóverkefni akureyrska tónlistarmannsins Andra Kristinssonar (Drinna). Ýmsir hafa komið að verkefninu gegnum tíðina eða allt frá fyrstu útgáfu, plötunnar Shocking Revelations sem kom út 2020. Drinni gerir nú út frá Gent í Belgíu.

Sambíó

UMMÆLI