NTC

23 atriði keppa í Söngkeppni MA

23 atriði keppa í Söngkeppni MA

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri verður haldin miðvikudaginn 22.febrúar í menningarhúsinu Hofi. Heil 23 atriði munu taka þátt í keppninni þar sem barist verður um fyrsta sætið, annað og þriðja. Einnig er kosning meðal nemenda hvert vinsælasta atriðið er.

Landsþekktir tónlistarmenn skipa dómnefndina þetta árið en það eru þau Stebbi Jak, Pálmi Gunnars og Lára Sóley.
Húsbandið er samansafn af nemendum skólans og kynnar eru þær Diljá Ingólfsdóttir og Kolfinna Frigg Sigurðardóttir.

Jón Tumi Hrannar Pálmason sigraði söngkeppnina í fyrra.

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri, sem og söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri, eru einir af stærstu viðburðum sem skólafélögin standa fyrir. Það virðist sem keppnirnar verði glæsilegri og stærri með hverju árinu sem líður.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og keppendur má nálgast hér.

Sambíó

UMMÆLI