Farðu úr bænum – Ástrós Guðjóns

Farðu úr bænum – Ástrós Guðjóns

Ástrós Guðjónsdóttir er gestur Kötu Vignis í 22. þætti hlaðvarpsins Farðu úr bænum. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Ástrós Guðjónsdóttir kíkti til mín í spjall og við töluðum um ferilinn hennar sem dansari, danshöfundur og danskennari. Ástrós er einn af þremur dönsurum Hatara og var að opna dansskóla á Selfossi. Hún sagði mér m.a. frá því þegar að hún ákvað að taka sér pásu frá LHÍ til að fara í dáleiðslu og vinna í því að meðhöndla kvíðann sinn sem tengdist því töluvert að ætla að tileinka lífi sínu atvinnumennsku í dansi. Ástrós talaði líka um að við erum orðin svo hættulega vön því að keyra okkur út og að það þurfi ekki allir og öll atvinnusvið að bjarga mannslífum til að skipta máli. Virkilega skemmtilegt að spjall við algjöra kjarnakonu,“ segir Kata Vignis um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó