Árið 2016 nýttu 2306 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára. 3196 börn og unglingar voru skráð til heimilis á Akureyri þetta ár. Það þýðir að 98,7% af styrknum var nýttur af 72% barna og unglinga á Akureyri.
Frístundastyrkurinn var notaður fyrir alls 36.405.315 kr. 2016 sem samsvarar að meðalstyrkupphæð þessara 2.306 barna og unglinga var 15.787 kr. Frístundastyrkur árið 2016 var 16.000 kr. og því afar vel nýttur.
Kynjahlutfallið millli skráninga er 51% drengir og 49% stúlkur. Flestar skráningar voru hjá Fimleikafélagi Akureyrar en rúm 58% allra skráninga voru hjá þremur félögum: FIMAK, Þór og KA. Þessi þrjú félög fengu 58% af því fjármagni sem greitt var út í frístundastyrki.
UMMÆLI