
Hér hefur Reykfiskur verið með starfsemi frá árinu 2009. Mynd: Framsýn.is
Forsvarsmenn Reykfisks sem er í eigu Samherja tilkynntu starfsmönnum fyrirtækisins og forsvarsmönnum Framsýnar, stéttarfélags í síðustu viku að þeir ætluðu að leggja af starfsemina á Húsavík frá og með 1. maí nk.
Hjá Reykfiski starfa um þessar mundir 20 starfsmenn í 18 stöðugildum. Þegar mest hefur verið hafa hátt í 30 starfsmenn starfað hjá fyrirtækinu sem hefur verið í eigu Samherja frá árinu 2009. Þar áður hafði fyrirtækið verið starfandi frá árinu 2005 undir nafninu Fjörfiskur.
Fiskvinnsla er á undanhaldi á Húsavík en fækkað hefur um 100 störf í fiskvinnslu á allra síðustu árum með lokun Vísis hf. og nú Reykfisks hf. Að sögn formanns Framsýnar á Húsavík, Aðalsteins Árna Baldurssonar er þetta sláandi þróun, ekki síst fyrir stað eins og Húsavík.