NTC

20 ára afmæli Emblu

20 ára afmæli Emblu

Kvennakórinn Embla heldur upp á 20 ára afmæli sitt með tónleikum í Glerárkirkju sunnudaginn 29. maí nk kl 20:00.

Kvennakórinn Embla mun að þessu sinni flytja dásamlega tónlist frá rómantíska tímabilinu eftir tónsnillingana Sergej Rachmaninov, Edvard Grieg, Sigfús Einarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Frumflutt verður ný textaþýðing, við verk Rachmaninovs, eftir Dr. Sigurð Ingólfsson.

Þetta er tónlist fyrir þá sem vilja njóta þekktrar og minna þekktrar klassískrar tónlistar í frábærum flutningi píanóleikarans Helgu Kvam og hins tvítuga Kvennakórs Emblu undir stjórn Roars Kvam.

Miðasala fer fram við innganginn og miðinn kostar þrjú þúsund krónur.

Sambíó

UMMÆLI