Gæludýr.is

2.384 nemendur stunda nám við Háskólann á Akureyri í vetur

2.384 nemendur stunda nám við Háskólann á Akureyri í vetur

Í síðustu viku fóru fram nýnemadagar við Háskólann á Akureyri þar sem rúmlega 1.100 nýnemar hófu nám við skólann – í fyrsta skipti á öllum námsstigum háskóla, þ.e. á bakklár-, meistara- og doktorsnámsstigi. Fjöldi nýnema hefur aldrei verið meiri enda var sett met í umsóknum um skólavist við HA þegar rúmlega 2.000 umsóknir bárust.

„Ljóst var að við myndum aldrei geta tekið á móti öllum þessum fjölda og á sama tíma viðhaldið gæðum námsins hjá okkur. Því fór það svo að yfir 500 nemendur sem sóttu um nám var hafnað. Annars vegar vegna þess að þeir uppfylltu ekki inntökuskilyrði og hins vegar skiluðu ekki fullnægjandi gögnum. Við höfum aldrei fyrr þurft að hafna svo mörgum eða einum af hverjum fjórum,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Ásókn í kennslufræðinám aukist verulega
Flestir hefja nýtt nám við félagsvísindadeild eða 405 manns. 135 munu stunda nám í sálfræði og 188 nám í þremur námsleiðum lögreglufræði. Þar er í boði BA-nám í lögreglu- og löggæslufræði og diplómanám fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn.

Ásókn í kennslufræðinám við HA hefur aukist mikið milli ára og í haust munu samtals 184 stunda nám við kennaradeildina, þar af hefja 99 manns nám til kennsluréttinda.

Aðeins 55 af 169 nemendum komast í áframhaldandi hjúkrunarfræðinám
Ævinlega hafa verið svokölluð samkeppnispróf í hjúkrunarfræði við skólann sem nemendur þurfa að ljúka til að komast áfram á næsta ár námsins. Auk samkeppnisprófa í hjúkrunarfræði munu nú fara fram samkeppnispróf í sálfræði og lögreglufræði við lok misserisins. Í hjúkrunarfræðinni og lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn (starfsnám) er háskólanum sniðinn rammi af ráðuneytinu. Það þýðir að af 169 umsækjendum um nám í hjúkrunarfræði hefur skólinn aðeins svigrúm til að hleypa 55 nemum áfram í náminu eftir samkeppnispróf. Það sama er uppi á teningnum í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn, þar setur ráðuneytið viðmiðið við u.þ.b. 50 sem komast áfram í starfsnámið.

Bæta við samkeppnisprófum í sálfræði og lögreglufræði vegna aðsóknar
Samkeppnisprófin í lögreglufræði til BA-gráðu og í sálfræði eru fyrir tilkall skólans en til þeirra þótti þurfa að grípa til að stemma stigu við ásóknina. Eyjólfur Guðmundsson segir skólann standa ráðalausan frammi fyrir þessum áskorunum meðan ekki meira fjármagn fæst frá ríkinu.

„Sem opinber háskóli sem þjónar fólki á öllu landinu er stór spurning hvort takmörkun á aðgengi sé það sem stjórnvöld vilja í raun. Hinsvegar er það svo að HA getur ekki fjölgað nemendum umfram það sem orðið er nema að til komi verulegir viðbótarfjármunir sem nýttir yrðu til að ráða fleira starfsfólk á öllum sviðum svo unnt sé að draga úr vinnuálagi og viðhalda gæðum náms og rannsókna,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó