NTC

164 eru á biðlista eftir félagslegri íbúð þar sem biðtíminn er allt að 4 ár

Akureyri

Alls eru 164 á biðlista eftir félagslegri íbúð á Akureyri. Flestir eru að bíða eftir tveggja herbergja íbúð, alls 92 en bíðtíminn þar er ekki undir fjórum árum. Það er Vikudagur sem gerði úttekt á málinu og greindi frá í morgun.

Í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sem unnin var í lok síðasta árs segir að fjölga eigi félagslegum íbúðum um 86 á næstu fimm árum. Sú vinna er í raun hafin en áætlað er að reisa 15 íbúðir á næstu þremur árum. Ljóst er að það dugar skammt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó