Gæludýr.is

16 í einangrun á Akureyri vegna Covid-19

16 í einangrun á Akureyri vegna Covid-19

16 Covid-19 smit eru skráð á Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 31 einstaklingur eru í sóttkví í bænum.

Á landinu öllu eru 544 í einangrun og 932 í sóttkví. Lögreglan hvetur fólk til að fara áfram varlega þó að fjöldi smita fari lækkandi.

,,Þá er það staðan í Covid á okkar starfssvæði. Sannarlega fara tölur niður á við en við skulum samt gæta okkar og hafa í huga að það eru að koma upp smit flesta daga á svæðinu. Þá má geta þess að 2 aðilar eru í farsóttahúsi sem er á Akureyri,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Sambíó

UMMÆLI