153 milljóna hagnaður Skógarbaðanna

153 milljóna hagnaður Skógarbaðanna

Skógarböðin við Akureyri veltu 787 milljónum á rekstrarárinu 2023 og hagnaðurinn var 153 milljónir. Aðstaðan var opnuð fyrir gestum í maí 2022 en á því rekstrarári nam veltan 466 milljónum króna og félagið hagnaðist um 112 milljónir. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins.

Eignir félagsins voru metnar á ríflega 1,3 milljarða króna um síðustu áramót en árið áður voru þær metnar á rúmlega 1,2 milljarða. Eigið fé félagsins hækkar úr 477 milljónum í 659 á milli ára.

Nánari umfjöllun má finna á vef Viðskiptablaðsins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó